[Hvað er FUME] [Hvað er einelti] [Andlegt einelti] [Líkamlegt Einelti] [Hver er tilgangurinn með þessu félagi] [Hverjir leggja í einelti] [En af hverju] [Hvernig er hægt að vita að einhver er lagður í einelti] [Hvernig á að halda sér öruggum] [Nokkur fyrirbyggjandi viðmið] [Viðtöl við fórnarlömb] [Þeir sem tengjast einelti] [Þolendur] [Gerendur] [Taglhnýtingar]
Þeir sem tengjast einelti.
Þetta er útdráttur úr bókinni "Einelti".
Þeir sem tenjgast einelti eru þolendur, gerendur og "taglhnýtingar".
Þolendur
Rannsóknir hafa leitt í ljos að nokkur sameiginleg
einkenni þolenda, sem getur hugsnalega útskýrt af hverju
sumir krakkar eru lagðir í einelti en ekki aðrir. Það
eru börn sem verða fyrir einelti eiga það oft sameiginlegt
að vera óöruggari, hræddari, hlédrægari,
viðkvæmari, hæglátari, varkárari eða
hæverskari en börn almennt. Einng hefur komið í ljós
að þessi börn eiga hlýrra og nánara samband
við foreldra sína en önnur; þá sérstaklega
við móður.
Einnig einkennir það þessi börn frekar en
önnur að þau stríða ekki öðrum, eru
ekki árásargjörn og eru í eðli sínu
mótfallin ofbeldi og beita ógjarnan ofbeldi sjálf
við lausn ágreinings.
Þó svo að nemendur nefni ýmis ytri einkenni
á börnum sem tekin eru fyrir ástæðu eineltis
hafa rannsóknir sýntað miðað við jafnaldra
eru þolendur ekkert frábrugðnir flestöllum krökkum.
Eini marktæki munurinn er að þolendur eru líkamlega
veikbyggðari en börn almennt.
Það skiptir ekki öllu málihvers eðlis
árásin er (líkamlegt eða andlegt einelti) heldur
að vera stöðugt í skotlínunni er óþolandi.
Það er þessi staða sem er hræðileg og skiptir
þá minna máli hvað sagt er eða gert.
Einelti hefur sömu áhrif og annað ofbeldi. Fórnarlambið
missir smátt allan þrótt, gleði og lífsvilja
og kennir sjálfu sér jafnvel um hvernig komið er.
Þeir sem verða fyrir einelti eru því oft
einmana og yfirgefnir í skólanum. Þeir hafa neikvæða
sjálfsmynd og álíta sig heimska, mislukkaða og
lítið aðlaðandi.
2.Gerendur.
Það sem einkennir þá sem leggja í einelti
umfram önnur börn er árásarhneigð og jákvæð
viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þessir nemendur eru skapbráðir
og vilja ráða yfir öðrum.
Öfugt við það sem oft hefur verið haldið
fram af sálfræðingum og barna geðlæknum, að
þessi nemendur séu í raun hræddir og óöruggir
undir yfirboprðinu, kemur í ljós við athuganir að
þeir eru miðlungs og yfir miðlungi öruggir með sig
miðað við janfaldra.
Þessir nemendur eru líklegri en aðrir til að lenda
í útistöðum við kerfið þegar kemur
fram að fullorðnisár.
Það virðist að þessi börn hafa ekki fengið
eins ákveðin skilaboð og önnur börn frá
nánasta umhverfi sínu um muninn á réttu og
röngu.. Það virðist einnig að að þessi
börn hafi fengið "harðari" aðferðir í uppeldinu
af hálfu foreldra en börn almennt.
Oft er hópur taglhnýtinga með í því
að kvelja aðra og eru þeir þá stundum með
og stundum ekki. Þessir einstaklingar haf ekki sömu einkenni
og forystusauðirnir en dragast inn í atburðarrásina
af ymsum ástæðum. Einhverjir haf a "lent í" gerandan
áður og halda að það sé betra að vera
með honum en gegn. Önnu ástæða er sú að
sumir taka gerendur sem fyrirmynd og halda að þetta sé
töff og viljast því líkjast þeim.
Megi þessi heimasíða hjálpa að einhverju leiti.
[Hvað er FUME] [Hvað
er einelti] [Andlegt einelti] [Líkamlegt
Einelti] [Hver er tilgangurinn með
þessu félagi] [Hverjir leggja
í einelti] [En af hverju] [Hvernig
er hægt að vita að einhver er lagður í einelti]
[Hvernig á að halda sér
öruggum] [Nokkur fyrirbyggjandi viðmið]
[Viðtöl við fórnarlömb]
[Þeir sem tengjast einelti] [Þolendur] [Gerendur] [Taglhnýtingar]
aftur á aðalsíðu